Dregur úr hagnaði Marels Haraldur Guðmundsson skrifar 23. október 2013 16:58 Theo Hoen, forstjóri Marel, segir að afkoma fyrirtækisins sé „viðunandi í ljósi markaðsaðstæðna“. Mynd/Anton Brink. Hagnaður Marels á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam sex milljónum evra, eða um 996 milljónum íslenskra króna, samanborið við 8,4 milljóna evra hagnað árið 2012. Tekjur fyrirtækisins á fjórðungnum námu 156,9 milljónum evra og lækkuðu um 4,5 prósentustig miðað við sama tímabil árið 2012 þegar tekjurnar voru 164,3 milljónir evra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 19,5 milljónir evra, samanborið við 20,5 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Í tilkynningu frá Marel segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins endurspegli krefjandi markaðsaðstæður og sýni hægari bata en fyrirtækið hafði áður gert ráð fyrir. „Tekjur fyrstu níu mánaða ársins lækka um 7,9% miðað við sama tímabil fyrra árs og námu 493,4 milljónum evra. [...] Markaðsaðstæður eru enn krefjandi en batamerki eru í sjónmáli. Á meðan jákvæð teikn eru í Norður-Ameríku er ástandið í Evrópu enn viðkvæmt. Mismunandi aðstæður ríkja á nýmörkuðum en langtímahorfur eru góðar," segir í tilkynningunni. Fyrirtækið segist búast við því að tekjur ársins 2013 muni lækka um sex til átta prósent milli ára. Theo Hoen, forstjóri Marels, segir í tilkynningunni að afkoma fyrirtækisins sé „viðunandi í ljósi markaðsaðstæðna“. „Viðsnúningur hefur verið hægari en við höfum áður séð og höfðum búist við. Skortur á stórum verkefnum hefur neikvæð áhrif á tekjumyndun. Við erum þess fullviss að fjárfestingaþörf sé að byggjast upp og þegar markaðsaðstæður batna þá erum við í stakk búin til að mæta eftirspurninni. Við sáum þetta gerast árið 2009 þegar matvælaframleiðendur héldu að sér höndum og frestuðu fjárfestingum vegna efnahagslegrar óvissu. Ári seinna þegar aðstæður bötnuðu braust þessi uppsafnaða fjárfestingaþörf út af krafti þar sem undirliggjandi spurn eftir próteini hafði haldið áfram að vaxa. Þannig er einnig staðan nú. Á meðan nýtum við tímann til að veita viðskiptavinum okkar aukna og betri þjónustu í gegnum sölu- og þjónustunet okkar. Við erum bjartsýn á framtíðarhorfurnar og munum halda áfram að viðhalda sölu- og þjónustuneti okkar ásamt því að viðhalda fjárfestingu í nýsköpun og markaðssókn. Á sama tíma leggjum við áfram ríka áherslu á rekstrarhagkvæmni,“ segir Theo í tilkynningunni. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Hagnaður Marels á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam sex milljónum evra, eða um 996 milljónum íslenskra króna, samanborið við 8,4 milljóna evra hagnað árið 2012. Tekjur fyrirtækisins á fjórðungnum námu 156,9 milljónum evra og lækkuðu um 4,5 prósentustig miðað við sama tímabil árið 2012 þegar tekjurnar voru 164,3 milljónir evra. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 19,5 milljónir evra, samanborið við 20,5 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Í tilkynningu frá Marel segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins endurspegli krefjandi markaðsaðstæður og sýni hægari bata en fyrirtækið hafði áður gert ráð fyrir. „Tekjur fyrstu níu mánaða ársins lækka um 7,9% miðað við sama tímabil fyrra árs og námu 493,4 milljónum evra. [...] Markaðsaðstæður eru enn krefjandi en batamerki eru í sjónmáli. Á meðan jákvæð teikn eru í Norður-Ameríku er ástandið í Evrópu enn viðkvæmt. Mismunandi aðstæður ríkja á nýmörkuðum en langtímahorfur eru góðar," segir í tilkynningunni. Fyrirtækið segist búast við því að tekjur ársins 2013 muni lækka um sex til átta prósent milli ára. Theo Hoen, forstjóri Marels, segir í tilkynningunni að afkoma fyrirtækisins sé „viðunandi í ljósi markaðsaðstæðna“. „Viðsnúningur hefur verið hægari en við höfum áður séð og höfðum búist við. Skortur á stórum verkefnum hefur neikvæð áhrif á tekjumyndun. Við erum þess fullviss að fjárfestingaþörf sé að byggjast upp og þegar markaðsaðstæður batna þá erum við í stakk búin til að mæta eftirspurninni. Við sáum þetta gerast árið 2009 þegar matvælaframleiðendur héldu að sér höndum og frestuðu fjárfestingum vegna efnahagslegrar óvissu. Ári seinna þegar aðstæður bötnuðu braust þessi uppsafnaða fjárfestingaþörf út af krafti þar sem undirliggjandi spurn eftir próteini hafði haldið áfram að vaxa. Þannig er einnig staðan nú. Á meðan nýtum við tímann til að veita viðskiptavinum okkar aukna og betri þjónustu í gegnum sölu- og þjónustunet okkar. Við erum bjartsýn á framtíðarhorfurnar og munum halda áfram að viðhalda sölu- og þjónustuneti okkar ásamt því að viðhalda fjárfestingu í nýsköpun og markaðssókn. Á sama tíma leggjum við áfram ríka áherslu á rekstrarhagkvæmni,“ segir Theo í tilkynningunni.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira