Viðskipti innlent

Nígeríumenn draga úr innflutningi á þorskhausum

Stjórnvöld í Nígeríu ætla að hækka tolla og draga úr innflutningi af fiskafurðum um 25 prósent á ári næstu fjögur árin, en á þann markað voru fluttar íslenskar fiskafurðir fyrir 16 milljarða króna í fyrra og stefnir í álíka upphæð í ár.

Það eru einkum þurrkaðar afurðir eins og þorskhausar, en Nígería hefur verið besti markaður fyrir þessar afurðir um árabil.

Fiskifréttir greina frá því að viðskiptaráð Íslands og utanríkisráðuneytið fylgist með framvindu málsins og séu að afla nánari upplýsinga um áhrif þessara takmarkana á útflutning héðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×