Viðskipti innlent

Eldsneytisverð lækkar

Gissur Sigurðsson skrifar
Olíufélögin hafa lækkað eldsneytisverð í morgun. Á ómönnuðum stöðvum er bensínlítrinn kominn niður í tæplega 243 krónur og hefur þar með lækkað um 22 krónur frá því í vor.

Dísillítrinn lækkar aðeins niður fyrir 250 krónur á lítrann og hefur lækkað um 15 krónur frá í vor.

Lækkunin er möguleg vegna lækkunar á innkaupsverði á heimsmarkaði og krónan hefur heldur verið að styrkjast gagnvart dollar, að sögn olíufélaganna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×