Lífið

Gjörbreytt Hanna Rún

Ellý Ármanns skrifar
Dökkhærð í gær - ljóshærð í dag.
Dökkhærð í gær - ljóshærð í dag.
Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, er gjörbreytt í útliti. Hanna sem var dökkhærð hefur látið lita hár sitt ljóst. 

Leið á dökka litnum

„Ég var komin með svo leið á þessum dökka lit og þar sem mitt hár er svona kastaníubrúnt en mjög ljóst - þá fellur það svo vel inn í þegar það vex hárið og ég þarf svo sjaldan að fara og láta lita," segir Hanna Rún spurð um nýja hárlitinn.

Nikita Bazev og Hanna Rún eru kærustupar.
„Ég fer eingöngu á Capilli hárgreiðslustofuna og læt Sollu lita mig. Enginn annar fær að koma nálægt mínu hári svo sér hárlengingar.is um að setja lengingar í mig svo hárið mitt sé alltaf fínt og flott og tilbúið fyrir keppnir," segir hún.





Nikita Bazev og Hanna Rún á góðri stundu - takið eftir háralitnum á þessari mynd.
Litaði sig tvisvar í mánuði

„Þegar ég var dökkhærð lét ég lita hárið mitt tvisvar í mánuði því það var alltaf strax komin rót. Þegar ég er svona ljós finnst mér ég líka þurfa að vera minna máluð og jafnvel ómáluð .

Hanna Rún er ljóshærð í dag.
Hvernig er þinn náttúrulegi háralitur? „Minn háralitur er kastaníubrúnn en eftir að ég varð eldri lýstist hann alltaf meira og meira. Svo þegar ég er með ljósa hárið og það vex fellur það svo vel inn í litinn að ég þarf aldrei að láta heillita heldur læt eingöngu setja stípur," segir Hanna Rún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.