Myrkvi: Mjúk áferð með löngu eftirbragði Úlfar Linnet skrifar 25. október 2013 16:45 Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi. Úlfar Linnet Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi.
Úlfar Linnet Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira