Lífið

Ævintýraleg stemning í Bláa Lóninu

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vetrarfagnaði Blue Lagoon í gærkvöldi. Eins og sjá má ríkti mikil gleði en gestir byrjuðu kvöldið á að fara ofan í Bláa Lónið, sem er eitt af 25 undrum veraldar, og endurnýja kraftana áður en þeir nutu veitinga í veislusalnum Lava þar sem boðið var upp á veitingar að hætti veitingateymis Bláa Lónsins en þema kvöldsins var eldur og ís.

Hljómsveitin Kaleo kom fram og óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn hjá gestum á þessu ævintýralega kvöldi.

Matreiðslumeistarar Bláa Lónsins eru Þráinn Freyr Vigfússon, Ingi Þórarinn Friðriksson og Viktor Örn Andrésson sem nýlega vann keppnina matreiðslumaður ársins. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar í albúmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.