Viðskipti innlent

Fyrstu sumargotssíldinni landað

Fjölveiðiskipið Ingunn er nú að landa síld á Vopnafirði, en það er fyrsta sumargotssíldin sem berst þangað á þessari vertíð. Ingunn fékk þúsund tonna kast og gaf öðru skipi nokkur hundruð tonn úr nótinni.

Kap er líka að landa síld í Vestmannaeyjum og að minnsta kosti tvö skip eru á leið inn á Breiðafjörðinn til veiða. Annars hefur vertíðin farið heldur rólega af stað, en þó virðist síldin ætla að halda sínu striki og ganga inn á fjörðinn. Minni sýking virðist vera í síldinni en undanfarin ár, og eru vonir bundnar við að sá faraldur sé að ganag yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×