Viðskipti innlent

Íslensk kona fékk ekki Facebook vinninginn sinn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kona sem hafði unnið utanlandsferð í Facebook-leik leitaði til Neytendasamtakanna vegna þess að hún fékk aldrei vinninginn sinn afhentan.

Vinningurinn var 150 þúsund króna gjafabréf upp í utanlandsferð frá vefversluninni Gæsinni. Þegar konan hafði samband við Gæsina var henni bent á að koma síðar um vorið þar sem ekki hefði verið gengið frá vinningnum ennþá. Um vorið, þegar hún hafði samband, var henni bent á að hafa samband við Hópkaup þar sem fyrirtækin tvö hefðu sameinast. Þegar konan síðan hafði samband við Hópkaup tókst ekki heldur að fá vinninginn frá þeim. Í júní 2013 leitaði konan að endingu til Neytendasamtakanna sem höfðu milligöngu í málinu.

Í bréfi frá Neytendasamtökunum var m.a. vísað til þess að Hópkaup hafði sent konunni tölvupóst í júní 2013 þar sem fram kom að þær inneignir sem viðskiptavinir áttu hjá Gæsinni myndu fara í gegnum Hópkaup án vandræða. Málinu lyktaði með þeim hætti að Hópkaup féllst á að greiða konunni 150 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×