Viðskipti innlent

Brynja nýr forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo

Haraldur Guðmundsson skrifar
Brynja Baldursdóttir, nýr forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo.
Brynja Baldursdóttir, nýr forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo. Mynd/Creditinfo.
Brynja Baldursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir að Brynja, sem hefur þegar hafið störf hjá fyrirtækinu, komi í stað Samúels Ásgeirs White sem leitt hefur fyrirtækjasvið Creditinfo undanfarin ár.

„Brynja starfaði sem forstöðumaður sölu Símans á einstaklingsmarkaði árin 2010 til 2012 þar sem hún bar meðal annars ábyrgð sölustefnu fyrirtækisins. Árin 2005 til 2010 var Brynja í forsvari fyrir vefdeild Símans og á árunum 2000 til 2002 starfaði hún sem samstæðustjóri hjá OZ communications.

Brynja lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og meistaragráðu í aðgerðagreiningu frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum árið 2003. Hún hefur setið í varastjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga frá 2013 og í stjórn Véla og verkfæra ehf. frá 2011.

Eiginmaður Brynju er Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, og eiga þau tvö börn," segir í tilkynningu Creditinfo. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×