Viðskipti innlent

Ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Mynd/Pjetur Sigurðsson.
Embætti sérstaks saksóknara hefur ákært Halldór Hauk Jónsson fyrir að stinga um 65 milljónum króna undan skatti og  fyrir að hafa vantalið tekjur af  framvirkum viðskiptum, gengishagnaði og sölu hlutabréfa fyrir um 650 milljónir króna.  

Í ákærunni er Halldór sagður vera umsvifamikill fjárfestir sem hafi síðustu ár stundað gjaldeyrisviðskipti og hlutabréfakaup. Samkvæmt ákæruskjali er hann meðal annars sagður hafa skilað efnislega röngu skattframtali fyrir uppgjörsárið 2005 og hafa vanrækt að skila inn skattframtölum á árunum 2007 til 2009. Umfangsmestu viðskipti Halldórs áttu sér stað árið 2007, þegar hann hagnaðist um 102 milljónir króna á sölu hlutabréfa í Actavis.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×