Viðskipti innlent

Stöðnun í fjárfestingum og á vinnumarkaði

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins.
Frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Mynd/Valgarður
Flestir stjórnendur telja aðstæður í atvinnulífinu vera í meðallagi og að þær batni ekki á næstu sex mánuðum. Mun fleiri telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar en að þær séu góðar. Þetta er mat stjórnenda hjá 400 stærstu fyrirtækja landsins. Greint er frá þessu á vef Samtaka atvinnulífsins.

Nægt framboð er af starfsfólki en það örlar á starfsmannaskorti í byggingarstarfsemi og samgöngum og  ferðaþjónustu. Útlit er fyrir að fjárfestingar fyrirtækjanna standi í stað á árinu og í heild gera stjórnendur ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda næstu sex mánuði.

Framleiðslu- og þjónustugeta fyrirtækjanna er vannýtt í flestum tilfellum. Að jafnaði vænta stjórnendur 3,7% verðbólgu næstu 12 mánuði og 4,6% eftir tvö ár. Stjórnendur búast við að gengi krónunnar veikist heldur á næstunni og að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir.

Þetta eru helstu niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja landsins, sem gerð var af Capacent í september 2013 fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×