Viðskipti innlent

Dohop opnar skrifstofu í Noregi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri Dohop.
Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri Dohop. Mynd/GVA.
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Dohop hefur nú opnað skrifstofu í Noregi. Fyrirtækið, sem rekur ferðaleitarvélina Dohop.com, hefur hingað til einungis haft aðstöðu á Íslandi.

„Við ákváðum að ráða markaðsstjóra í Noregi og sækja þangað af alvöru. Við höfum áður tekið hænuskref þar en langar núna að taka gott hopp inn á markaðinn og sjá hvað við getum gert,“segir Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri Dohop, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir einnig að fyrirtækið hafi þegar ráðið starfsmann til að sinna verkefnum í Noregi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×