Viðskipti innlent

Rekstur Reðasafnsins í góðu standi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Margt áhugavert ber fyrir augu á Hinu íslenska reðasafni við Laugaveg.
Margt áhugavert ber fyrir augu á Hinu íslenska reðasafni við Laugaveg. Mynd/Pjetur.
Hið íslenska reðasafn á Laugavegi hagnaðist um 367 þúsund krónur á síðasta ári. Árið 2011 skilaði rekstur safnsins tapi upp á rúma eina milljón króna og reksturinn hefur því batnað talsvert.

Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar segir að seldur aðgangseyrir hafi numið 9,6 milljónum króna árið 2012 samanborið við 4,3 milljónir árið 2011. Tekjur safnsins meira en tvöfölduðust því milli ára. Rekstrarkostnaður safnsins jókst einnig milli ára, fór úr 5,6 milljónum árið 2011 í 9 milljónir á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×