Körfuboltastjarnan Gilbert Arenas tók klósetthúmor upp í nýjar hæðir er hann birti mynd af þykku seðlabúnti þar sem klósettrúllan á að vera.
"Peningar breyta ekki fólki. Skortur á peningum gerir það. Ég hef aldrei séð einhvern ríkan ræna banka. Á meðan þú hatar mitt líf þá er ég að skeina mér á þessu haha," skrifaði Arenas með myndinni sem hann birti á Instagram.
Það er rétt hjá Arenas að margir öfunda hann. Leikmaðurinn spilaði ekki einn leik á síðasta ári en var samt með 2,4 milljarða íslenskra króna í laun.
Hann er þriðji launahæsti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa gert risasamning við Washington árið 2008. Þann samning þarf að greiða þó svo leikmaðurinn sé ekkert að spila.
Arenas segist skeina sér með peningaseðlum

Mest lesið



Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn






Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn
