Viðskipti innlent

Félagsstofnun stúdenta flytur viðskipti sín til Arion banka

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, undirrita samninginn.
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, undirrita samninginn. Aðsend mynd
Félagsstofnun stúdenta hefur flutt bankaviðskipti sín til Arion banka og var nýverið undirritaður samstarfssamningur þess efnis.

Samningurinn tekur til almennrar viðskiptabankaþjónustu, framkvæmdafjármögnunar, einkabankaþjónustu og margs konar markaðssamstarfs. Mun bankinn meðal annars verða bakhjarl fjölbreyttra viðburða á vegum Félagsstofnunar stúdenta fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Félagsstofnun stúdenta tók ákvörðun um að flytja viðskipti sín til Arion banka að loknu tilboðsferli þar sem Arion banki bauð hagstæðustu kjörin.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, segir ánægjulegt að finna fyrir þeim áhuga sem Arion banki sýnir starfsemi FS.

„Við finnum einnig fyrir vilja innan bankans til að taka þátt í ýmsum verkefnum okkar sem ná út fyrir hefðbundin bankaviðskipti. Góð kjör á allri fjármálaþjónustu og góður samstarfsaðili á sviði bankaviðskipta er mikilvæg forsenda í öllu okkar starfi.“

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segist dást að því mikla starfi sem Félagsstofnun stúdenta hefur áorkað á undanförnum árum og þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað innan háskólasamfélagsins.

„Okkur er mikil ánægja að vera samstarfsaðili FS í þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Höskuldur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×