Viðskipti innlent

Greiða 1,7 milljarða í raforkuskatt

Haraldur Guðmundsson skrifar
Álframleiðendur treysta því að stjórnvöld afnemi skatt vegna raforkukaupa.
Álframleiðendur treysta því að stjórnvöld afnemi skatt vegna raforkukaupa.
Stóriðjufyrirtæki í landinu þurfa samkvæmt ­fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að greiða um 1,7 milljarða króna í skatt vegna raforkukaupa á næsta ári.

Raforkuskatturinn var upphaflega lagður á með lögum árið 2009 og átti þá að vera til þriggja ára. Hann var síðan framlengdur árið 2012 og samkvæmt nýja fjárlagafrumvarpinu ætlar ríkisstjórnin að láta þá framlengingu standa til ársins 2015. 



„Í yfirlýsingum fyrir kosningar gáfu nú­verandi stjórnarflokkar skýrt til kynna að þeir myndu afnema þessa skattheimtu. Við treystum því að það verði gert,“ segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál, samtaka álframleiðenda, sem hafa gagnrýnt raforkuskattinn frá árinu 2012.

Jón Gunnarsson, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, líkir raforku­skattinum við veiðigjöld í sjávarútvegi.

„Í sjávarútveginum er almennur skilningur sá að það sé eðlilegt að greinin greiði aukalega inn í ríkis­búskapinn þegar rekstrarskilyrði eru góð. Rekstrar­umhverfi stóriðjufyrirtækjanna hefur að mörgu leyti lagast við þá gengisfellingu sem varð hér eftir hrun, þó staðan á álmörkuðum sé erfiðari en hún var. Við þessar erfiðu ­aðstæður ­þurfum við að beita ­ýtrustu ráðum til að loka fjárlagagatinu og raforkuskatturinn er ein af þeim leiðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×