Sport

Ökuþór stálheppinn að sleppa lifandi úr árekstri

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Dario Franchitti var stálheppinn að slasast ekki alvarlega eftir að hafa lent í alvarlegum árekstri í gær.
Dario Franchitti var stálheppinn að slasast ekki alvarlega eftir að hafa lent í alvarlegum árekstri í gær. Mynd/AP
Kappaksturskappinn Dario Franchitti var heppinn að sleppa lifandi úr alvarlegu slysi í IndyCar kappakstrinum sem fram fór í Houston, Bandaríkjunum í gær. Hann lenti í árekstri við annan ökuþór með þeim afleiðingum að bíll hans hófst á flug og hafnaði á vegriði.

Brak úr bílnum og girðingu hafnaði á áhorfendum og þurftu 13 áhorfendur að leita sér læknisaðstoðar eftir slysið. Franchitti var slæmur í ökkla og einnig í baki eftir slysið. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar en meiðsli hans eru ekki talin vera alvarleg.

Hér að neðan má sjá myndbönd af slysinu. Neðra myndbandið sýnir slysið frá sjónarhorni áhorfenda og má með sanni segja að betur hafi farið en á horfðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×