Viðskipti innlent

Ásdís Kristjánsdóttir til Samtaka atvinnulífsins

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ásdís mun hefja störf hjá Samtökum atvinnulífsins í nóvember.
Ásdís mun hefja störf hjá Samtökum atvinnulífsins í nóvember. Mynd/Anton Brink.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion Banka hefur verið ráðin til starfa hjá Samtökum atvinnulífsins (SA). Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Þar segir að Ásdís muni hefja störf hjá samtökunum í nóvember og þá stýra nýju efnahagssviði SA sem sér um hagrannsóknir og greiningu á efnahags- og atvinnulífi.

„Við erum að efla þann hluta af starfseminni og vildum fá öfluga og góða manneskju þangað inn,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við Viðskiptablaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×