Lífið

Þarna var gleðin greinilega við völd

Ellý Ármanns skrifar
Smelltu á myndina og notaðu örvarnar á lyklaborðinu til að skoða allt albúmið.
Smelltu á myndina og notaðu örvarnar á lyklaborðinu til að skoða allt albúmið.
Yfir 500 manns, börn og fullorðnir, hlupu í sannkallaðri haustblíðu um Fossvog og Nauthólsvík um helgina þegar Nauthólshlaupið svokallaða fór fram í annað sinn.  Þetta er mikil fjölgun frá því í fyrra þegar um 100 manns tóku þátt í hlaupinu. Það voru staðarhaldarar á veitingastaðnum Nauthól sem stóðu fyrir hlaupinu í samvinnu við Hlaup.is og var boðið upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km hlaup með endastöð við Nauthól í Nauthólsvík.

Í lok hlaupsins beið hlauparanna dýrindis graskerssúpa úr eldhúsi meistarakokksins Eyþórs Rúnarssonar, sem gegnir stöðu yfirmatreiðslumanns á Nauthól.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum þá blandaðist skærlitaður fatnaður hlaupafólksins skemmtilega við haustlitina í Öskjuhlíðinni á meðan sólin skein á heiðum himni.

Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Nauthóls segir að þátttakan í hlaupinu hafi farið fram úr hennar björtustu vonum en fimmfalt fleiri hlupu í ár en í fyrra. 

„Við fengum hugmyndina að því að standa fyrir árlegu hlaupi hérna í fyrra. Við horfum á borgarbúa hjóla, ganga og hlaupa hér framhjá á göngustígnum allt árið um kring og okkur langaði að tengjast þessu fólki betur. Enda er Nauthóll vinsæl stoppistöð fólks sem nýtur útivistar hér í náttúruparadísinni í Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Það kostar ekkert í hlaupið, við drögum út ýmsa matarvinninga og svo þykir fólki þessi hlaupaleið bara svo ótrúlega falleg hérna í Fossvoginum, svo maður tali ekki um í svona fallegu veðri eins og við fengum í dag. Þetta var alveg yndislegt og við viljum þakka öllum sem komu að skipulagningu Nauthólshlaupsins með okkur í ár sem og veðurguðunum sem komu með þessa bongóblíðu til okkar í dag.“

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar í albúminu.

Nautholl.is

Guðríður María eigandi Nauthóls og Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður með meiru.
Heit gómsæt súpa beið hlauparanna þegar þeir komu í mark.
Þessar konur sáu um að taka á móti hlaupurunum við marklínuna.
Þreytan var mismikil eftir hlaup.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.