Viðskipti innlent

Karen Kjartansdóttir ráðin til LÍÚ

Karen hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2 frá árinu 2010.
Karen hefur starfað á fréttastofu Stöðvar 2 frá árinu 2010.
Karen Kjartansdóttir, varafréttastjóri Stöðvar 2, hefur látið af störfum hjá 365. Hún hefur störf sem upplýsingafulltrúi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) á morgun, þriðjudaginn 8. október.

Karen er bókmenntafræðingur að mennt og hefur starfað í fjölmiðlum frá byrjun árs 2005. Hún hóf störf á DV og vann þar til ársins 2006 en flutti sig þá yfir á NFS. Í kjölfarið starfaði hún sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Frá árinu 2010 hefur hún starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og undanfarið gegnt stöðu varafréttastjóra.

„Ég þakka samstarfsfólki mínu hjá 365 innilega fyrir samstarfið síðast liðinn áratug og hlakka til að takast á við ný verkefni hjá LÍÚ. Það er með trega sem ég kveð fjölmiðlana í bili. Það var kominn tími til að leita á ný mið,” segir Karen.

Hlynur Sigurðsson var áður upplýsingafulltrúi LÍÚ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×