Viðskipti innlent

Ekkert upp í skuldir Norðurpólsins

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Engar eignir fundust í búi Verksmiðjunnar Norðurpólsins ehf. Verksmiðjan var áður skráður eigandi bleikt.is og var verksmiðjan í eigu Norðurpólsins ehf.
Engar eignir fundust í búi Verksmiðjunnar Norðurpólsins ehf. Verksmiðjan var áður skráður eigandi bleikt.is og var verksmiðjan í eigu Norðurpólsins ehf.
Engar eignir fundust í búi Verksmiðjunnar Norðurpólsins ehf. Verksmiðjan var áður skráður eigandi bleikt.is og var í eigu Vefpressunnar.

Skiptum á búinu er nú lokið og voru lýstar kröfur í búið 5,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.

Vefpressan, sem var einn var af eigundum Norðurpóls ehf., er meðal annars í eigu Björns Inga Hrafnssonar.

Félagið Vefpressan ehf., sem meðal annars rekur pressuna.is og eyjuna.is, tapaði 29,8 milljónum króna á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi, sem skilað var í upphafi árs til Ársreikningaskrár.

Í frétt mbl.is kemur fram að í ársreikningi fyrir árið 2011 kemur fram að eigið fé félagsins Norðurpóls hafi verið neikvætt um 30 milljónir. Engu að síður var félagið metið á 20 milljónir í bókum Vefpressunnar, sem var 100% eigandi félagsins.

Tap ársins 2011 var rúmlega 20 milljónir, en ársreikningi fyrir árið 2012 var ekki skilað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×