Lífið

Metnaðarfyllsta kvikmyndakynning allra tíma?

Leikkonurnar Chloë Grace Moretz og Julianne Moore
Leikkonurnar Chloë Grace Moretz og Julianne Moore AFP/NordicPhotos
Mikið var lagt í kynningu á kvikmyndinni Carrie sem fór fram á kaffihúsi í West Village í New York-borg á dögunum.

Kvikmyndin Carrie er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Stephens King, en hún var fyrsta bók hans. Fyrsta kvikmyndaaðlögunin af Carrie kom út árið 1976.




Carrie segir frá unglingsstúlku sem býr yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum, og þegar hún fær sig fullsadda af einelti skólafélaganna fer allt úr böndunum.



Endurgerðinni er leikstýrt af Kimberly Pierce og í aðalhlutverkum eru Chloë Grace Moretz, Julianne Moore, Gabriella Wilde og Judy Greer. 

Myndin er væntanleg í kvikmyndahús vestanhafs síðar í mánuðinum.

Sjón er sögu ríkari.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.