Viðskipti innlent

Regína ráðin forstöðumaður greiningardeildar Arion banka

Regína Bjarnadóttir er nýr forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
Regína Bjarnadóttir er nýr forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.
Regína Bjarnadóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Regína hefur undanfarin sex ár starfað sem hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans einkum við greiningu á greiðslujöfnuði og erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins. Hún mun hefja störf hjá Arion banka í nóvember.

Regína lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og meistaragráðu í þróunarhagfræði frá University of London árið 2000.

Árin 2005-2007 starfaði Regína sem verkefnastjóri hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Georgetown í Guyana. Frá 2001-2005 starfaði Regína hjá CRU Analysis og CRU Strategies í Lundúnum á Englandi sem hagfræðiráðgjafi á álsviði og síðar sem hagfræðisérfræðingur í orkumálum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×