Viðskipti innlent

House of Fraser líklega á hlutabréfamarkað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gömlu íslensku bankarnir eiga 49% hlut í House of Fraser.
Gömlu íslensku bankarnir eiga 49% hlut í House of Fraser.
Svo gæti farið að verslunarkeðjan House of Fraser fari á hlutbréfamarkað næsta vor. Baugur Group keypti meirihluta í fyrirtækinu fyrir sjö árum og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Eigendur fyrirtækisins telja að nú sé réttur tímapunktur til að setja House of Fraser aftur á hlutabréfamarkað.

Fyrsta verslun House of Fraser var opnuð í Glasgow árið 1849. Í dag rekur fyrirtækið yfir 60 verslanir í Bretlandi og í Írlandi. Markaðssvirði verslunarkeðjunnar er talið vera á milli 300 - 400 milljónir pund.

Hjá fyrirtækinu starfa 7.300 starfsmenn og gekk rekstur fyrirtækisins afar vel á síðasta ári. Fyrirtækið hagnaðist um 61,1 milljón punda á síðasta rekstrarári.

Baugur keypti fyrirtækið fyrir um 350 milljónir punda árið 2006. Slitastjórn gamla Landsbankans á 35% hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur verður seldur fari fyrirtækið á hlutabréfamarkað á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×