Ósáttur við afskipti Fjármálaeftirlitsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. október 2013 11:49 Erlendur segir að eftir rannsókn sem stóð í rúm tvö og hálft ár hafi saksóknari komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra í málinu. Sérstakur saksóknari hefur dregið til baka ákæru á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, vegna meintra innherjasvika þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. fyrir tíu milljónir króna árið 2008.Í samtali við VB.is segist Erlendur ánægður með ákvörðun Sérstaks saksóknara. Hann segir mál ákæruvaldsins hafa verið veikt og varnir sínar hafa verið sterkar. „Mér létti þegar ég heyrði af ákvörðun saksóknara á mánudagskvöld. Niðurstaða hefði hugsanlega ekki legið fyrir fyrr en eftir tvö ár og slíkt tekur á fólk, andlega, líkamlega og fjárhagslega,“ segir Erlendur en rannsókn málsins hófst eftir kæru Fjármálaeftirlitsins til embættis Sérstaks saksóknara. Erlendur segir að eftir rannsókn sem stóð í rúm tvö og hálft ár hafi saksóknari komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra í málinu. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki viljað sætta sig við þau málalok og krafðist þess að ríkissaksóknari hlutaðist til í málinu. „Ríkissaksóknari gerði sérstökum saksóknara svo að ákæra í þessum tiltekna hluta málsins. Í ferlinu var ekki rétt staðið að hlutunum og frestir runnu út og var ákæran því dregin til baka á mánudaginn,“ segir Erlendur og kveðst afar ósáttur við afskipti Fjármálaeftirlitsins af málinu. „Ég velti því fyrir mér hvort Fjármálaeftirlitið hafi heimild til að skipta sér með þessum hætti af ákæruvaldinu. Þá hugsa ég líka að þetta mál endurspegli gallann við embætti sérstaks saksóknara. Það embætti var ekki sett upp til að rannsaka glæpi tengda hruninu, heldur bókstaflega að finna þá. Hundruð manna hafa fengið réttarstöðu sakbornings og ég er sannfærður um að mikill meirihluti þeirra muni aldrei sæta ákæru.“ Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur dregið til baka ákæru á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, vegna meintra innherjasvika þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. fyrir tíu milljónir króna árið 2008.Í samtali við VB.is segist Erlendur ánægður með ákvörðun Sérstaks saksóknara. Hann segir mál ákæruvaldsins hafa verið veikt og varnir sínar hafa verið sterkar. „Mér létti þegar ég heyrði af ákvörðun saksóknara á mánudagskvöld. Niðurstaða hefði hugsanlega ekki legið fyrir fyrr en eftir tvö ár og slíkt tekur á fólk, andlega, líkamlega og fjárhagslega,“ segir Erlendur en rannsókn málsins hófst eftir kæru Fjármálaeftirlitsins til embættis Sérstaks saksóknara. Erlendur segir að eftir rannsókn sem stóð í rúm tvö og hálft ár hafi saksóknari komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra í málinu. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar ekki viljað sætta sig við þau málalok og krafðist þess að ríkissaksóknari hlutaðist til í málinu. „Ríkissaksóknari gerði sérstökum saksóknara svo að ákæra í þessum tiltekna hluta málsins. Í ferlinu var ekki rétt staðið að hlutunum og frestir runnu út og var ákæran því dregin til baka á mánudaginn,“ segir Erlendur og kveðst afar ósáttur við afskipti Fjármálaeftirlitsins af málinu. „Ég velti því fyrir mér hvort Fjármálaeftirlitið hafi heimild til að skipta sér með þessum hætti af ákæruvaldinu. Þá hugsa ég líka að þetta mál endurspegli gallann við embætti sérstaks saksóknara. Það embætti var ekki sett upp til að rannsaka glæpi tengda hruninu, heldur bókstaflega að finna þá. Hundruð manna hafa fengið réttarstöðu sakbornings og ég er sannfærður um að mikill meirihluti þeirra muni aldrei sæta ákæru.“
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent