Viðskipti innlent

Hættir sem framkvæmdastjóri Bauhaus eftir sex mánuði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Um tvö ár eru síðan Bauhaus opnaði á Íslandi.
Um tvö ár eru síðan Bauhaus opnaði á Íslandi. mynd/365
Elmar Örn Guðmundsson er hættur sem framkvæmdarstjóri hjá Bauhaus á Íslandi eftir aðeins sex mánuði í því starfi. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Elmar Örn hefur unnið hjá Bauhaus í um tvö ár og kom að opnun verslunarinnar hér á landi sem aðstoðarframkvæmdarstjóri.

Hann segir að það hafi verið viss samningamál sem ekki hafi tekist og því hafi hann sagt upp í síðustu viku. Hann hefur ekki ráðið sig annað og er að skoða nokkra möguleika.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins átti Elmar Örn í launadeilu við yfirmenn Bauhaus í Danmörku. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um það mál í samtalið við blaðið að öðru leyti en því að samningar um ákveðin mál hafi ekki tekist.

Elmar Örn segir að báðir aðilar séu sáttir. Staðgengill Elmars Arnar kemur fljótlega frá Danmörku. Sá mun sinna starfi framkvæmdarstjóra tímabundið þar til nýr verður ráðinn. Starfið hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×