Viðskipti innlent

FME sektar HS Orku um 3,4 milljónir

Jón Júlíus Karlsson skrifar
HS Orka þarf að greiða 3,4 milljónir króna í stjórnvaldssekt.
HS Orka þarf að greiða 3,4 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Mynd/Valli
Fjármálaeftirlitið hefur sektað HS Orku hf. um 3,4 milljónir króna vegna brots fyrirtækisins á 128. grein laga um verðbréfaviðskipti. Brotið felst í því að HS Orka skilaði ekki inn listum um fruminnherja og fjárhagslega tengda aðila til Fjármálaeftirlistins á tímabilinu 13. október 2012 til 1. júlí 2013. Gerðist þetta í tvígang hjá fyrirtækinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu að við ákvörðun sektarfjárhæðarinnar var höfð hliðsjón af alvarleika brotsins, tímalengd og því að félagið hefur áður gengist undir sáttir vegna sama brots.

Þá var einnig horft til þess að engin viðskipti voru með umrædd skuldabréf á tímabilinu og því verður ekki séð að brot HS Orku hafi valdið fjárfestum tjóni. Litið var enn fremur til óverulegra umsvifa félagsins sem útgefanda á skuldabréfamarkaði og þess að félagið hefur sýnt samstarfsvilja við rannsókn málsins og viðurkennt brotið.

HS Orku var gerð stjórnvaldssekt sem þótti hæfilega ákveðin 3.400.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×