Ummæli borgarstjóra ekki í anda skipulagslaga Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. september 2013 13:06 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mynd/Pjetur Ummæli borgarstjóra um að staðsetning Reykjavíkurflugvallar sé mál Reykvíkinga eru ekki í anda skipulagslaga. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann hvetur borgarfulltrúa til að hafa hlutverk höfuðborgarinnar sem samgöngumiðstöð í huga þegar næstu skref eru ákveðin.Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, tók á móti fjölmennustu undirskriftarsöfnun til stjórnvalda frá upphafi í gær. Tæplega sjötíu þúsund manns hafa skrifað undir á vefnum Lending.is og hvatt til þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Borgarstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vel hefði verið staðið að undirskriftarsöfnuninni og fagnaði frumkvæði fólks að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að andmæla áformunum. Jafnframt ítrekaði Jón að málið varði aðalskipulag Reykjavíkur og benti á að stór hluti þeirra sem kvittuðu fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýri býr ekki í Reykjavík. Það væri því erfitt að taka afstöðu til þess. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir ummæli borgarstjóra ekki í anda skipulagslaga þar sem landsmenn hafa rétt á að tjá sig um skipulagsmál. „Mér finnst þessi undirskriftalisti merkilegur og ég er talsmaður þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Ég vil ekki sjá að það sé verið að hræra í skipulagsvaldi sveitarfélagana. Það er töluvert stór hluti Reykvíkinga á listanum þó að það eigi ekki skipta öllu máli. Að mörgu leyti finnst mér ég vera upplifa sömu umræðuna aftur og aftur. Ég vona innilega að borgarfulltrúar taki mark á þessu og hugsi þetta út frá höfuðborgarhlutverkinu og mikilvægi þess að höfuðborgin sé samgöngumiðstöð,“ segir Halldór. Allir eiga umsagnarrétt um skipulag án tillits til lögheimilis og oft á tíðum eru hagsmunirnir miklir. Það má því spyrja hvort að Þjórsárver sé einkamál Gnúpverja, Mývatn einkamál Mývetninga, já eða Reykjavíkurflugvöllur einkamál borgarbúa. Mál sem þessi eru þó oft flókin enda er landið skipulagsskylt og samkvæmt skipulagslögum er sveitarfélögunum falið að annast gerð skipulagsáætlana. Það er því spurning hvort að Alþingi eigi að taka afstöðu í málinu og takmarka þetta skipulagsvald þegar þörf er á. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ummæli borgarstjóra um að staðsetning Reykjavíkurflugvallar sé mál Reykvíkinga eru ekki í anda skipulagslaga. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann hvetur borgarfulltrúa til að hafa hlutverk höfuðborgarinnar sem samgöngumiðstöð í huga þegar næstu skref eru ákveðin.Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, tók á móti fjölmennustu undirskriftarsöfnun til stjórnvalda frá upphafi í gær. Tæplega sjötíu þúsund manns hafa skrifað undir á vefnum Lending.is og hvatt til þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Borgarstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vel hefði verið staðið að undirskriftarsöfnuninni og fagnaði frumkvæði fólks að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að andmæla áformunum. Jafnframt ítrekaði Jón að málið varði aðalskipulag Reykjavíkur og benti á að stór hluti þeirra sem kvittuðu fyrir áframhaldandi innanlandsflugi í Vatnsmýri býr ekki í Reykjavík. Það væri því erfitt að taka afstöðu til þess. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir ummæli borgarstjóra ekki í anda skipulagslaga þar sem landsmenn hafa rétt á að tjá sig um skipulagsmál. „Mér finnst þessi undirskriftalisti merkilegur og ég er talsmaður þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Ég vil ekki sjá að það sé verið að hræra í skipulagsvaldi sveitarfélagana. Það er töluvert stór hluti Reykvíkinga á listanum þó að það eigi ekki skipta öllu máli. Að mörgu leyti finnst mér ég vera upplifa sömu umræðuna aftur og aftur. Ég vona innilega að borgarfulltrúar taki mark á þessu og hugsi þetta út frá höfuðborgarhlutverkinu og mikilvægi þess að höfuðborgin sé samgöngumiðstöð,“ segir Halldór. Allir eiga umsagnarrétt um skipulag án tillits til lögheimilis og oft á tíðum eru hagsmunirnir miklir. Það má því spyrja hvort að Þjórsárver sé einkamál Gnúpverja, Mývatn einkamál Mývetninga, já eða Reykjavíkurflugvöllur einkamál borgarbúa. Mál sem þessi eru þó oft flókin enda er landið skipulagsskylt og samkvæmt skipulagslögum er sveitarfélögunum falið að annast gerð skipulagsáætlana. Það er því spurning hvort að Alþingi eigi að taka afstöðu í málinu og takmarka þetta skipulagsvald þegar þörf er á.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira