Viðskipti innlent

Ræða samruna Eikar og Landfesta

Kristján Hjálmarsson skrifar
Meðal eigna Eikar eru fasteignir við Smáratorg.
Meðal eigna Eikar eru fasteignir við Smáratorg.
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. og Arion banki hf., eigandi Landfesta ehf., hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanlegan samruna Eikar og Landfesta. 

Markmið viðræðnanna er að leggja mat á eignarhlutföll í sameinuðu félagi og væntan ábata hluthafa félaganna tengdan samlegðartækifærum félaganna og hugsanlegri skráningu hlutafjár hins sameinaða félags í kauphöll, að því er segir í tilkynningu.

Í viðræðum aðila er gert ráð fyrir því að Eik fasteignafélag hf. ljúki þeim kaupum fasteigna af SMI ehf., sem félagið hefur skuldbundið sig til. Ef af samruna félaganna verður, verður hið sameinaða félag eitt sterkasta fasteignafélag landsins og augljós valkostur viðskiptamanna og fjárfesta.

Eik á meðal annars fasteignir við Smáratorg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×