Viðskipti innlent

Dregur úr atvinnuleysi

Haraldur Guðmundsson skrifar
Í ágúst voru 188.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnuleit.
Í ágúst voru 188.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnuleit. Mynd/Vilhelm.
Skráð atvinnuleysi í ágúst var 4,4 prósent. Atvinnuleysi hefur minnkað um 1,3 prósentustig frá sama mánuði í fyrra þegar skráð atvinnuleysi var 5,7 prósent. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Atvinnuleysi í mánuðinum var 4,6 prósent meðal karla miðað við 4,9 prósent í ágúst í fyrra. Á meðal kvenna var það 4,2 prósent miðað við 6,7% í ágúst 2012.

Í ágúst voru 188.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 180.000 starfandi og 8.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 82,9%, hlutfall starfandi 79,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×