Viðskipti innlent

147 milljóna króna hagnaður af rekstri Lauga

Haraldur Guðmundsson skrifar
Eignir Lauga ehf. námu samtals 3,6 milljörðum um síðustu áramót.
Eignir Lauga ehf. námu samtals 3,6 milljörðum um síðustu áramót. Fréttablaðið/Valgarður Gíslason.
Hagnaður Lauga ehf. árið 2012 nam 147 milljónum króna samanborið við 63 milljóna tap árið 2011. Á sama tíma var eigið fé samstæðunnar, sem rekur líkamsræktarstöðvar World Class, neikvætt um 107 milljónir króna.  Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu.

Þar segir að sala aðgangskorta og veitinga í líkamsræktarstöðvum samstæðunnar hafi skilað um 1,7 milljarði króna í tekjur á síðasta ári.

Laugar ehf. er í eigu Hafdísar Jónsdóttur, Björns Leifssonar og Sigurðar Leifssonar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×