Viðskipti innlent

Lindex Kids opnar í Kringlunni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lindec Kids opnar í Kringlunni í nóvember.
Lindec Kids opnar í Kringlunni í nóvember. Mynd/Lindex
Sænski tískuvörurisinn Lindex mun opna sérhæfða barnafataverslun, Lindex Kids, í Kringlunni í nóvember og er þetta í fyrsta sinn sem boðið verður upp á sérhæfða Lindex verslun með barnafatnað hér á landi. Verslunin verður rúmir 230 fermetrar að stærð og staðsett í suðurhluta Kringlunnar, þar sem Oasis var áður til húsa. Lindex kids mun opna 2. nóvember næstkomandi.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að með þessari breytingu þá muni starfsmannafjöldi aukast upp í 65 stöðugildi. Ennfremur segir að með sérhæfðri barnavöruverslun gefist möguleiki til þess að gera vörunum enn betri skil.

Nú þegar er starfrækt Lindex verslun í Smáralindinni og fékk hún vægast sagt góðar viðtökur þegar verslunin opnaði fyrir tveimur árum. Það var ein stærsta opnun fyrirtækisins frá upphafi og þurfti m.a. að loka verslunni um tíma vegna vöruskorts. Lindex starfrækir yfir 460 verslanir í 16 löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×