Viðskipti innlent

Þyngdarmet slegið hjá Norðlenska

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sigurður Sverrisson slátrari ásamt skrokknum.
Sigurður Sverrisson slátrari ásamt skrokknum. mynd/norðlenska.is
553,1 kílóa holdanaut frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd kom til slátrunar hjá Norðlenska á Akureyri á dögunum. Um er að ræða þyngdarmet en fyrra met var 526 kílóa boli frá Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit á síðasta ári.

Gylfi Halldórsson, bóndi á Breiðabóli, segir á vef Norðlenska að hann sé ekki óvanur því að koma með þunga gripi til slátrunar. Meðalþungi sex nautgripa sem hann lagði inn í haust var 391 kíló en sá næstþyngsti á eftir „stóra bola“ var 468,7 kíló.

Til gamans getur vefur Norðlenska þess að hakkefnið úr gripnum myndi líklega duga í 3.000 hamborgara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×