Viðskipti innlent

Innkalla 780 þúsund bifreiðar

Haraldur Guðmundsson skrifar
Innköllun Toyota nær ekki  til bifreiða sem seldar eru hér á landi.
Innköllun Toyota nær ekki til bifreiða sem seldar eru hér á landi. MYND/AFP
Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tilkynnt um innköllun á um 780 þúsund bifreiðum fyrir­tækisins í Bandaríkjunum. Ástæðan er galli í fjöðrunarbúnaði.

Innköllun Toyota tekur til bifreiða af undir­gerðinni Lexus HS, árgerðir 2005-2010, og RAV4, árgerðir 2006-2011.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Toyota tilkynnir um innköllun á þessum tilteknu undirgerðum vegna fjöðrunarbúnaðarins. Í tilkynningu frá Toyota kemur fram að viðgerðir í fyrri inn­köllun hafi ekki skilað tilætluðum árangri.

Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir innköllunina ekki ná til Toyota-bifreiða sem seldar eru hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×