Líklega von á nýju iPhone-símunum fyrir jól Valur Grettisson skrifar 11. september 2013 22:15 Bjarni Ákason er sáttur við nýju iPhone-símana. samsett mynd „Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent