Líklega von á nýju iPhone-símunum fyrir jól Valur Grettisson skrifar 11. september 2013 22:15 Bjarni Ákason er sáttur við nýju iPhone-símana. samsett mynd „Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
„Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira