Líklega von á nýju iPhone-símunum fyrir jól Valur Grettisson skrifar 11. september 2013 22:15 Bjarni Ákason er sáttur við nýju iPhone-símana. samsett mynd „Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum. Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
„Mig grunar að símarnir komi til landsins fyrir jól,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmastjóri Epli.is, sem er umboðsaðili fyrir Apple hér á landi, spurður hvenær von sé á nýjum iPhone símum sem voru kynntir í gærkvöldi. Í kynningunni kom fram að iPhone 5c er bæði litríkur og glansandi, með 8MP myndavél og stærri rafhlöðu en iPhone 5. Hann er fáanlegur í hvítu, grænu, bleiku, bláu og gulu. iPhone 5s er hins vegar fáanlegur gylltur, silfraður og dökkgrár. Hann keyrir nýjan 64 bita A7 örgjörva og er sagður bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Íslendingar, sem og flestir aðrir Norðurlandabúar, þurfa að bíða eitthvað eftir því að símarnir skili sér í verslanir en að sögn Bjarna verða þeir fyrst fáanlegir í Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi af löndum í Evrópu. Hann segist nokkuð viss um að símarnir muni skila sér hingað til lands fyrir jólaösina. „Við finnum fyrir miklum áhuga, fólk hefur verið að hringja og forvitnast um þetta,“ segir hann um viðbrögð almennings og meðal annars hefur fólk haft samband við hann með það að markmiði að fá að taka síma frá. Hann segir það þó ekki mögulegt. Bjarni er ánægður með nýju símtækin, „þetta með fingrafaralæsinguna er byltingakennt,“ útskýrir hann sáttur við sína framleiðendur en meðal annars verður hægt að versla í gegnum símann með fingrafarinu einu. Símarnir hafa þó fengið blendnar viðtökur, þannig lækkuðu hlutabréfin í Apple fyrirtækinu eftir að símarnir voru kynntir í gær, og þykir það til marks um ákveðin vonbrigði með nýjustu viðbótina. Bjarni segir að Íslendingar virðast ekki vonsviknir, „við sáum til að mynda helmingsaukningu í sölu á tölvum frá fyrirtækinu í ágúst,“ segir Bjarni sem telur það ágætis vísbendingu um að landsmenn séu afar áhugasamir um tæknina frá Apple. Spurður um verðið segist hann búast við að dýrari síminn muni kosta um 115 þúsund krónur. Sá ódýrari verður eitthvað undir hundrað þúsund að hans sögn. „Og ég bíð spenntur eftir þessum gyllta,“ segir Bjarni glaðvær að lokum.
Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira