Viðskipti innlent

Canon vélar í Ljósmyndaskólann og Tækniskólann

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ljósmyndanemar fá aðgang að Canon vélum í námi sínu.
Ljósmyndanemar fá aðgang að Canon vélum í námi sínu. Myndir/Nýherji
Nýherji, umboðsaðili Canon á Íslandi, undirritaði í dag samninga við Ljósmyndaskólann og Ljósmyndadeild Tækniskólans sem gerir nemendum í báðum skólum mögulegt að fá aðgang að Canon ljósmyndabúnaði. Verkefnið er unnið í samvinnu við Canon Europe.

Nýherji leggur ríka áherslu á að eiga farsælt samstarf við ljósmyndarasamfélagið hér á landi, bæði atvinnu- og áhugafólk, og segir Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon EOS hjá Nýherja, að með þessu vilji fyrirtækið annars vegar styðja við bakið á nemendum í skólunum og hins vegar hvetja nemendur til að nota Canon EOS ljósmyndabúnað í framtíðinni.

„Flestir sem hefja nám í ljósmyndun eiga DSLR myndavél, sbr. Canon EOS, en að sjálfsögðu er mismunandi hvort búnaðurinn er hannaður fyrir byrjendur, áhuga- eða atvinnufólk. Með þessu samstarfi gefst nemendum í ljómyndun kostur á að nota Canon EOS ljósmyndabúnað sem er hannaður fyrir atvinnufólk, svo sem myndavélar, linsur og flöss, á meðan þeir eru í námi og nota í ákveðin verkefni,“ segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Vörusviðs Nýherja.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×