Viðskipti innlent

WOW air mun hefja flug til Stokkhólms

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
WOW air mun fljúga þrisvar sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
WOW air mun fljúga þrisvar sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
WOW air mun hefja flug til Stokkhólms næsta vor. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu verður flogið á Arlanda flugvöll sem er stærsti flugvöllur Svíþjóðar og mikilvægur tengiflugvöllur fyrir Skandinavíumarkað. Þaðan eru flogið til 172 áfangastaða og er þar mjög góð tenging til Austurlanda nær sem fjær.

WOW air mun fljúga þrisvar sinnum í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá og með 1. júní 2014 og mun halda áfram áætlunarflugi allt árið um kring í tengslum við Bandaríkjaflug félagsins. Þá hefur félagið fundið fyrir aukinni eftirspurn Íslendinga á flugi til og frá Svíþjóð og er þessi viðbót í leiðarkerfinu aukin þjónusta við þann hóp þar sem boðið verður upp á lægstu flugverðin til og frá Svíþjóð. 

„Flug til Stokkhólms allan ársins hring er liður í stækkun félagsins en WOW air hyggst fljúga til Bandaríkjanna vorið 2014,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði og meira framboð af lægri fargjöldum mun auka enn vöxt Svía til landsins ásamt því að Svíar geta nýtt sér tengiflug til Bandaríkjanna. Stefna félagsins er að vera með nýjasta flugflotann og hagstæðustu verðin til og frá Íslandi hverju sinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×