Ofnæmið kvatt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. september 2013 17:10 Bíó. Hross í oss. Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Helgi Björnsson, Steinn Ármann Magnússon. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Mér hefur alltaf verið í nöp við hesta. Þótt þeir asnalegir og ljótir, eins og reyndar flest dýr, en þetta barnalega hugarfar er eina leiðin fyrir mig til að lifa með skæðu dýraofnæmi. Hross í oss er eins konar óður til hrossa og því þurfti mikið til þess að vinna mig á hennar band. Ég lærði hins vegar mikið á því að sjá hestinn með augum Benedikts Erlingssonar og er á góðri leið með að taka hann í sátt. Ég mun þó halda áfram að sjá um hnakkinn. Myndin fléttar saman nokkrum smásögur úr sveit sem allar fjalla að einhverju leyti um hesta. Flestar eru þær furðulegar og sú fyrsta veldur mér enn þá heilabrotum, sólarhring síðar. Undarlegheitin eru þó ekki löstur og ég tók því fagnandi að fatta ekki hvert einasta smáatriði. Einhvers staðar las ég að hún fjallaði um um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Það er ekki fjarri sannleikanum. Kvikmyndatakan er með því besta sem ég hef séð í íslenskri kvikmynd. Hún er laus við stæla og náttúran fær að njóta sín til fullnustu. Þá fagna ég einnig hófstilltri litvinnslunni sem gerir þetta allt meira sveitó og minna eins og langa auglýsingu frá ferðamálaráði. Tónlistin passar eins og flís við rass og gott ef ég heyrði ekki hófatak slá taktinn á köflum. Leikhópurinn er góður en persónurnar eru meira og minna það bældar tilfinningalega að það mæðir lítið á leikurunum. Mér fannst reyndar Steinn Ármann helst til mikil teiknimyndafyllibytta fyrir andrúmsloft myndarinnar. Atriðið þar sem helkaldi ferðalangurinn leitar skjóls að hætti Han Solo er síðan eitt rosalegasta atriði íslenskrar kvikmyndasögu síðan ég sá sláturslysið í Nóa albinóa. Hross í oss er ljómandi mynd, dásamlega samhengislaus á köflum, og loksins skil ég hvað heillar við hesta. Þeir eru svolítið eins og við.Niðurstaða: Ég bið hesta formlega afsökunar. Þið eruð ágætir. Gagnrýni Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Jólaísinn hennar Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Hross í oss. Leikstjórn: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Helgi Björnsson, Steinn Ármann Magnússon. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Mér hefur alltaf verið í nöp við hesta. Þótt þeir asnalegir og ljótir, eins og reyndar flest dýr, en þetta barnalega hugarfar er eina leiðin fyrir mig til að lifa með skæðu dýraofnæmi. Hross í oss er eins konar óður til hrossa og því þurfti mikið til þess að vinna mig á hennar band. Ég lærði hins vegar mikið á því að sjá hestinn með augum Benedikts Erlingssonar og er á góðri leið með að taka hann í sátt. Ég mun þó halda áfram að sjá um hnakkinn. Myndin fléttar saman nokkrum smásögur úr sveit sem allar fjalla að einhverju leyti um hesta. Flestar eru þær furðulegar og sú fyrsta veldur mér enn þá heilabrotum, sólarhring síðar. Undarlegheitin eru þó ekki löstur og ég tók því fagnandi að fatta ekki hvert einasta smáatriði. Einhvers staðar las ég að hún fjallaði um um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Það er ekki fjarri sannleikanum. Kvikmyndatakan er með því besta sem ég hef séð í íslenskri kvikmynd. Hún er laus við stæla og náttúran fær að njóta sín til fullnustu. Þá fagna ég einnig hófstilltri litvinnslunni sem gerir þetta allt meira sveitó og minna eins og langa auglýsingu frá ferðamálaráði. Tónlistin passar eins og flís við rass og gott ef ég heyrði ekki hófatak slá taktinn á köflum. Leikhópurinn er góður en persónurnar eru meira og minna það bældar tilfinningalega að það mæðir lítið á leikurunum. Mér fannst reyndar Steinn Ármann helst til mikil teiknimyndafyllibytta fyrir andrúmsloft myndarinnar. Atriðið þar sem helkaldi ferðalangurinn leitar skjóls að hætti Han Solo er síðan eitt rosalegasta atriði íslenskrar kvikmyndasögu síðan ég sá sláturslysið í Nóa albinóa. Hross í oss er ljómandi mynd, dásamlega samhengislaus á köflum, og loksins skil ég hvað heillar við hesta. Þeir eru svolítið eins og við.Niðurstaða: Ég bið hesta formlega afsökunar. Þið eruð ágætir.
Gagnrýni Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Jólaísinn hennar Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira