Steingrímur Páll þarf að greiða þrotabúi Kaupþings 91 milljón Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. september 2013 13:15 Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljón króna ásamt vöxtum. Slitastjórn Kaupþings á nú í viðræðum við Sigurð Einarsson um 550 milljóna króna kröfu sem hann var dæmdur til að greiða þrotabúinu í fyrra. Slitastjórn Kaupþings kyrrsetti eignir Sigurðar upp á þriðja hundrað milljónir króna. Steingrímur Páll hafði líkt og aðrir lykilstjórnendur bankans tekið lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Í tilviki Steingríms Páls var lánið jafnvirði eins milljarðs króna. Dómstólar hafa sem kunnugt er áður dæmt ólögmæta þá ákvörðun stjórnar bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda af þessum lánum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur ekki verið birtur, var Steingrímur dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljóna króna ásamt dráttarvöxtum. Þá var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík.Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka.Á síðasta ári var Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, dæmdur til að greiða þrotabúinu tæplega 550 milljónir króna í sambærilegu máli. Þá voru kyrrsettir hlutir hans í Hvítsstöðum ehf., helmingshlutur í einbýlishúsi hans á Seltjarnarnesi og sumarhús og jörð í Stíflisdal sem ekki má rugla saman við risavaxið hús hans í Veiðilæk. Þessar kyrrsettu eignir hlaupa samtals á þriðja hundrað milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Sigurður Einarsson lýst því yfir að hann eigi ekki nægt laust fé til að standa undir kröfum slitastjórnarinnar en hann á í samningaviðræðum við þrotabúið um dómkröfuna.Steingrímur Páll og Sigurður voru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings banka, en meðal gagna málsins eru upplýsingar um að áhættustýring bankans hafi haldið upplýsingum um kaup bankans á eigin bréfum leyndum fyrir stjórn Kaupþings. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljón króna ásamt vöxtum. Slitastjórn Kaupþings á nú í viðræðum við Sigurð Einarsson um 550 milljóna króna kröfu sem hann var dæmdur til að greiða þrotabúinu í fyrra. Slitastjórn Kaupþings kyrrsetti eignir Sigurðar upp á þriðja hundrað milljónir króna. Steingrímur Páll hafði líkt og aðrir lykilstjórnendur bankans tekið lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Í tilviki Steingríms Páls var lánið jafnvirði eins milljarðs króna. Dómstólar hafa sem kunnugt er áður dæmt ólögmæta þá ákvörðun stjórnar bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda af þessum lánum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur ekki verið birtur, var Steingrímur dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljóna króna ásamt dráttarvöxtum. Þá var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík.Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka.Á síðasta ári var Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, dæmdur til að greiða þrotabúinu tæplega 550 milljónir króna í sambærilegu máli. Þá voru kyrrsettir hlutir hans í Hvítsstöðum ehf., helmingshlutur í einbýlishúsi hans á Seltjarnarnesi og sumarhús og jörð í Stíflisdal sem ekki má rugla saman við risavaxið hús hans í Veiðilæk. Þessar kyrrsettu eignir hlaupa samtals á þriðja hundrað milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Sigurður Einarsson lýst því yfir að hann eigi ekki nægt laust fé til að standa undir kröfum slitastjórnarinnar en hann á í samningaviðræðum við þrotabúið um dómkröfuna.Steingrímur Páll og Sigurður voru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings banka, en meðal gagna málsins eru upplýsingar um að áhættustýring bankans hafi haldið upplýsingum um kaup bankans á eigin bréfum leyndum fyrir stjórn Kaupþings.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira