Steingrímur Páll þarf að greiða þrotabúi Kaupþings 91 milljón Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. september 2013 13:15 Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljón króna ásamt vöxtum. Slitastjórn Kaupþings á nú í viðræðum við Sigurð Einarsson um 550 milljóna króna kröfu sem hann var dæmdur til að greiða þrotabúinu í fyrra. Slitastjórn Kaupþings kyrrsetti eignir Sigurðar upp á þriðja hundrað milljónir króna. Steingrímur Páll hafði líkt og aðrir lykilstjórnendur bankans tekið lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Í tilviki Steingríms Páls var lánið jafnvirði eins milljarðs króna. Dómstólar hafa sem kunnugt er áður dæmt ólögmæta þá ákvörðun stjórnar bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda af þessum lánum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur ekki verið birtur, var Steingrímur dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljóna króna ásamt dráttarvöxtum. Þá var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík.Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka.Á síðasta ári var Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, dæmdur til að greiða þrotabúinu tæplega 550 milljónir króna í sambærilegu máli. Þá voru kyrrsettir hlutir hans í Hvítsstöðum ehf., helmingshlutur í einbýlishúsi hans á Seltjarnarnesi og sumarhús og jörð í Stíflisdal sem ekki má rugla saman við risavaxið hús hans í Veiðilæk. Þessar kyrrsettu eignir hlaupa samtals á þriðja hundrað milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Sigurður Einarsson lýst því yfir að hann eigi ekki nægt laust fé til að standa undir kröfum slitastjórnarinnar en hann á í samningaviðræðum við þrotabúið um dómkröfuna.Steingrímur Páll og Sigurður voru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings banka, en meðal gagna málsins eru upplýsingar um að áhættustýring bankans hafi haldið upplýsingum um kaup bankans á eigin bréfum leyndum fyrir stjórn Kaupþings. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Steingrímur Páll Kárason sem var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljón króna ásamt vöxtum. Slitastjórn Kaupþings á nú í viðræðum við Sigurð Einarsson um 550 milljóna króna kröfu sem hann var dæmdur til að greiða þrotabúinu í fyrra. Slitastjórn Kaupþings kyrrsetti eignir Sigurðar upp á þriðja hundrað milljónir króna. Steingrímur Páll hafði líkt og aðrir lykilstjórnendur bankans tekið lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Í tilviki Steingríms Páls var lánið jafnvirði eins milljarðs króna. Dómstólar hafa sem kunnugt er áður dæmt ólögmæta þá ákvörðun stjórnar bankans að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda af þessum lánum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hefur ekki verið birtur, var Steingrímur dæmdur til að greiða þrotabúi bankans 91 milljóna króna ásamt dráttarvöxtum. Þá var staðfest kyrrsetningargerð í eignarhlut Steingríms í félaginu Hvítsstöðum ehf. sem hann á með nokkrum fyrrum lykilstjórnendum Kaupþings og eignarhlut hans í tveimur fasteignum í Reykjavík.Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka.Á síðasta ári var Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, dæmdur til að greiða þrotabúinu tæplega 550 milljónir króna í sambærilegu máli. Þá voru kyrrsettir hlutir hans í Hvítsstöðum ehf., helmingshlutur í einbýlishúsi hans á Seltjarnarnesi og sumarhús og jörð í Stíflisdal sem ekki má rugla saman við risavaxið hús hans í Veiðilæk. Þessar kyrrsettu eignir hlaupa samtals á þriðja hundrað milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Sigurður Einarsson lýst því yfir að hann eigi ekki nægt laust fé til að standa undir kröfum slitastjórnarinnar en hann á í samningaviðræðum við þrotabúið um dómkröfuna.Steingrímur Páll og Sigurður voru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun Kaupþings banka, en meðal gagna málsins eru upplýsingar um að áhættustýring bankans hafi haldið upplýsingum um kaup bankans á eigin bréfum leyndum fyrir stjórn Kaupþings.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira