Viðskipti innlent

Síldarvinnslan greiðir tvo milljarða í arð til hluthafa

Haraldur Guðmundsson skrifar
Síldarvinnslan í Neskaupsstað greiðir 850 milljónir í veiðigjöld.
Síldarvinnslan í Neskaupsstað greiðir 850 milljónir í veiðigjöld. Mynd/Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir
Stjórn Síldarvinnslunnar hf. samþykkti á aðalfundi í gær að greiða út um tvo milljarða króna af hagnaði ársins 2012 í arð til hluthafa.  

Síldarvinnslan hagnaðist um sjö milljarða króna á árinu 2012. Heildareignir samstæðu Síldarvinnslunnar í árslok 2012 voru bókfærðar á 36,9 milljarða króna.

„Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2012 voru alls 24 milljarðar króna og rekstrargjöld námu 14,3 milljörðum króna. EBITDA var 9,6 milljarðar króna. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 260 milljónir króna. Hagnaður samstæðunnar fyrir reiknaða skatta nam 8,6 milljörðum króna. Reiknaðir skattar námu 1680 milljónum króna og var hagnaður ársins því tæpir 7 milljarðar króna,“ segir í uppgjöri Síldarvinnslunnar.   

Síldarvinnslan greiddi 1,6 milljarð króna í tekjuskatt á árinu og önnur opinber gjöld námu 650 milljónum. Útgerðarfyrirtækið greiddi 850 milljónir í veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári, samkvæmt uppgjörinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×