Lífið

Fyrsta sýning Fjólu

Ellý Ármanns skrifar
Eins og sjá má á myndunum ríkti skemmtileg stemning við opnun á  fyrstu einkasýningu Fjólu Ósland Hermannsdóttur í Kaffitár í Reykjanesbæ.

Búsett í Þýskalandi

Fjóla er búsett skammt frá Heidelberg í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar, Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfar í Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni. Hún segir að lífið í kringum handboltann sé annasamt og skemmtilegt þar sem mikil stemning ríki í kringum deildina. En það sé henni mikilvægt að finna tíma til að mála og sinna hönnunarverkefnum.

Leitast við að ná fram dýpt í myndunum

Á opnuninni spilaði Hafþór einn af kaffibarþjónum Kaffitárs ljúfa tóna á gítar auk þess sem boði var upp á veitingar frá Kruðerí Kaffitárs og Ljósanæturdrykk.

Fjóla útskrifaðist árið 2007 sem textíl og fatahönnuður. Undanfarin átta ár hefur Fjóla unnið að list sinni hér heima, í Danmörku og Þýskalandi. Hún málar með akrýl og notast við blandaða tækni.

Sýningin ber heitið Annar heimur og segist Fjóla leitast við að ná fram dýpt í myndum sínum og teflir fram geómetrískum formum á móti lífrænum. „Lagskipting og flétta milli laga gefur myndunum dýpt og rými,“ segir Fjóla.

Smelltu á efstu mynd til að skoða albúmið.

Fjóla Ósland Hermannsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.