Viðskipti innlent

Ræða framtíð ferðaþjónustunnar

Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group stendur fyrir ráðstefnu um íslenska ferðaþjónustu í Hörpu á morgun.

Fyrirtækið hefur hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu og mun kynna niðurstöðu sína á ráðstefnunni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setur ráðstefnuna og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp.

Þá munu fulltrúar The Boston Consulting Group fjalla um uppbyggingu áfangastaðar á heimsmælikvarða, stjórnskipulag, gjaldtöku og markhópa framtíðarinnar auk fjármögnunar ferðamannastaða.

 Skráningargjald er 2.000 krónur og fer ráðstefnan fram á íslensku og ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×