Viðskipti innlent

Icelandair umsvifamest á Keflavíkurflugvelli

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Icelandair er langumsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli þegar litið er til brottfara í ágústmánuði. Tvær af hverjum þremur vélum sem tóku á loft frá Keflavíkurflugvelli í ágúst voru á vegum Icelandair.

Ferðir Wow Air voru nær jafnmargar og hinna fjórtán flugfélaga sem héldu uppi áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli í ágúst samkvæmt talningu Túrista.

Icelandair og Wow Air voru langatkvæðamest í flugi til og frá landinu í sumar og vægi þeirra eykst enn frekar næstu mánuði því erlendu félögin láta flest duga að fljúga hingað á sumrin.

Fram kom nýverið í Viðskiptablaðinu að Easy Jet hafi hug á því að fjölga áfangastöðum félagsins frá Keflavíkurflugvelli. Í vetur verður boðið upp á beint flug til 33 áfangastaða frá Keflavík.

Vægi fimm umsvifamestu félaganna á Keflavíkurflugvelli í ágúst, í brottförum talið:

1. Icelandair: 66,8%

2. Wow air: 15,3%

3. Air Berlin: 3,2%

4. Easy Jet: 2,4%

5. SAS: 2%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×