Viðskipti innlent

Actavis fer inn á japanskan markað

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mikil vaxtartækifæri eru fyrir Actavis á japönskum markaði
Mikil vaxtartækifæri eru fyrir Actavis á japönskum markaði
Actavis þróar og framleiðir lyf í fyrsta sinn á Íslandi fyrir almennan markað í Japan.

Actavis hefur fengið markaðsleyfi fyrir veirusýkingalyfið Valaciclovir í Japan í samstarfi við japanska fyrirtækið ASKA.

Veiting leyfisins markar tímamót enda er þetta fyrsta lyfið sem er þróað og framleitt hér á landi fyrir almennan markað í Japan.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Actavis.

Lyfjamarkaðurinn í Japan er einn sá kröfuharðasti í heimi bæði hvað varðar þróun og framleiðslu. Japönsk yfirvöld hafa þegar gert úttekt á verksmiðju Actavis á Íslandi og samþykkt hana til framleiðslu lyfja til sölu þar í landi, sem er mikil viðurkenning fyrir Actavis.

Japan er næststærsti lyfjamarkaður í heimi og hafa japönsk yfirvöld lagt mikla áherslu á að auka hlutdeild samheitalyfja á markaðnum og eru því vaxtartækifæri á þessum hluta markaðarins mikil á næstu árum.

Actavis er orðið þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi í kjölfar kaupa Watson Pharmaceuticals á fyrirtækinu á síðasta ári.

Actavis er með starfsemi í rúmlega 60 löndum og áætlar að tekjur á árinu 2013 verði um 8,1 milljarður bandaríkjadala eða 984 milljarðar íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×