Viðskipti innlent

Byggðastofnun tapaði 153 milljónum í fyrra

Byggðastofnun tapaði tæpum 153 milljónum króna á rekstri sínum á síðasta ári. Þetta er töluvert betri niðurstaða en árið áður þegar tapið nam 236 milljónum króna.

Í tilkynningu um uppgjörðið til Kauphallarinnar kemur m.a. fram að endanlega töpuð útlán í fyrra hafi numið 1.325 milljónum króna.

Eigið fé var rúmlega 2,1 milljarður króna í árslok en á árinu veitti Alþingi stofnunni aukið eigið fé upp á tvo milljarða króna í fjárlögum. Eiginfjárhlutfall er 12,5% eða nokkuð yfir þeim 8% sem lög kveða á um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×