Handbolti

Stefán Rafn skoraði átta mörk fyrir Löwen

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Rafn í leik með Ljónunum.
Stefán Rafn í leik með Ljónunum.
Rhein-Neckar Löwen vann 29-20 sigur á RK Zagreb á æfingamóti í Þýskalandi í dag.

Leikurinn var sá síðari sem Löwen spilaði í dag. Fyrr í dag beið liðið lægri hlut gegn Göppingen 27-24. Auk þess er TV 1893 Neuhausen í riðlinum.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði átta mörk fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. Alexander Petersson er enn að jafna sig eftir að hafa gengist undir langþráðan uppskurð á öxl.

Löwen leikur um þriðja sætið á mótinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×