Lífið

Þetta var sko almennilegt garðpartí

Ellý Ármanns skrifar
myndir/eggert jóhannesson
Vert markaðsstofan fagnaði fjögurra ára starfsemi með þetta líka svona skemmtilegri garðveislu í höfuðstöðvum sínum í Skógarhlíð í gær. Boðið var upp á hamborgara að hætti Priksins, pylsur og fleira gómsætt í veðurblíðunni.  Eins og sjá má voru gestirnir glaðir.

„Komum saman og fögnum sumrinu, sólinni, skýjunum og skosku hálöndunum. Skot og skyr í boði fyrir alla með skalla. Nú keyrum við þetta í gang," voru skilaboðin á afmælisboðskortinu. 

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.

myndir/eggert jóhannesson
Risa tjald var í garði stofunnar eins og sjá má.
Hreimur söng af sinni alkunnu snilld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.