Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn að taka við sér

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þinglýstum samningum hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu í júlí miðað við sama tíma í fyrra.
Þinglýstum samningum hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu í júlí miðað við sama tíma í fyrra. mynd/365
„Markaðurinn er að taka við sér, maður sér að þetta er að aukast hægt og rólega, þó hann sé ekki beinlínis  að spretta upp,“ segir Hildur Freysdóttir ,sérfræðingur á mat- og hagsviði hjá Þjóðskrá Íslands. „Samningum er aðeins að fjölga. Það er reyndar ekki mikil aukning í fyrirtækjasamningum, en veltan er há vegna þess að þetta eru nokkrir stórir samningar milli fyrirtækja um margar eignir. „Það getur komið einn stór samningur sem rífur upp meðaltalið. En það virðist vera aukning í sérbýliseignum í Reykjavík.“

Þinglýstum kaupsamningum í júlí fjölgar um 18,9% á höfuðborgarsvæðinu miðað við júlí á síðasta ári.  Á höfuðborgarsvæðinu voru þinglýstir samningar 559 í júlí í ár og var heildarvelta 19,4 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 34,8 milljónir. Í júlí 2012 var þinglýst 470 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu, velta nam 13,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir króna.

Meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×