Handbolti

Ivano Balic nálgast Wetzlar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Króatíski leikstjórnandinn Ivano Balic á í viðræðum við þýska úrvalsdeildarliðið Wetzlar um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Handball Planet greinir frá þessu en Balic er einn fjölmargra leikmann Atletico Madrid sem er í leit að nýjum vinnuveitanda. Spænska félagið lagði upp laupana í sumar vegna fjárhagserfiðleika.

Hinn 34 ára gamli Balic hefur verið í fremstu röð í heiminum í áratug. Hann hefur þó aldrei spilað í þýsku úrvalsdeildinni sem er almennt talin sú sterkasta í heimi.

Fannar Friðgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson léku með Wetzlar á síðustu leiktíð. Þeir yfirgáfu herbúðir félagsins eftir að hafa hvor um sig lent upp á kant við forráðamenn félagsins. Bera landsliðsmennirnir forráðamönnunum illa söguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×